Erlent

Bush óskaði Obama til hamingju

George W. Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti hringdi fyrir stundu í Barack Obama og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hvíta húsið tilkynnti um þetta fyrir stundu. Lyklaskiptin í forsetabústaðnum fara þó ekki alveg strax fram en Bush mun láta af embætti í janúar á næsta ári, þegar Barack Obama tekur við sem 44. forseti Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×