Erlent

Líklegt að demókratar nái yfirburðum í báðum þingdeildum

Allt útlit er fyrir að Demókratar hafi aukið meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í dag. Þeim mistókst þó að ná sætinu í Kentucky af repúblikananum Mitch McConell.

Demókratar áttu raunhæfa möguleika á því að ná 60 mönnum, en þar sem McConnel og að minnsta kosti tveir aðrir repúblikanar, sem ætlunin var að fella, halda sætum sínum, er orðið ólíklegt að markmiðið muni nást.

Demókratar hafa náð fjórum sætum af repúblikönum og að minnsta kosti kosti tólf sæti eru í pottinum. Demókratar hafa þá náð að minnsta kosti 55 sætum og búast við fleirum.

Kosið er um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni. Demókratar hafa þar 235 en repúblikanar 199 en MSNBC býst við að staðan breytist þannig að demókratar veðri með 261 en repúblikanar 174.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×