Erlent

Kraftaverk þarf til þess að McCain sigri

John McCain
John McCain

Sérfræðingar CBS sjónvarpsstöðvarinnar segja nær ómögulegt fyrir John McCain að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Obama er nú þegar kominn með 206 kjörmenn en 270 kjörmenn þarf til þess að tryggja sér sigurinn.

Það lítur út fyrir að Obama þurfi ekki einu sinni sigur í Flórída sem gefur 27 kjörmenn. Sérfræðingar CBS gefa sér að Obama vinni Washington, Oregon og Kalíforníu sem tryggir honum 73 kjörmenn. Þá er hann kominn með 279 kjörmenn sem tryggir honum sigur.

Þess ber þó að geta að þetta eru ekki staðfestar tölur, heldur spá sjónvarpsstöðvarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×