Sport

Evora vann þrístökkið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Evora í þrístökkinu.
Evora í þrístökkinu.

Portúgalinn Nelson Evora vann í dag gullverðlaun í þrístökki þegar hann stökk 17,67 metra. Phillips Idowu frá Bretlandi tók silfrið þegar hann stökk 17,62 metra.

Idowu hafði verið ósigrandi á árinu og var með forystuna eftir þrjár umferðir. Fjórða stökk Evora færði honum sigurinn en fyrir leikanna var hann í sautjánda sæti heimslistans.

Rússland vann til gullverðlauna síðustu nótt þegar Olga Kaniskina vann 20 km. göngu kvenna. Kjersti Tysse Platzer frá Noregi varð önnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×