Erlent

Staðan: Obama 323 - McCain 155

Barack Obama er næsti forseti Bandaríkjanna að því er fréttasöðvarnar CBS og CNN segja. Nú fyrir stundu var tilkynnt um að Obama hefði tryggt sér þá 55 kjörmenn sem í boði eru í Kalíforníu auk þeirra 27 sem eru í Flórída. Hann er því með 323 kjörmenn.

Obama tryggði sér líka Virginíu, en þar hafa demókratar ekki sigrað í 44 ár.

Obama vinnur í Iowa samkvæmt CBS. John McCain sigrar hins vegar í Mississippi og Utah og Arizona.

Barack Obama hefur sigrað í Ohio að mati CBS. Það ríki var talið afar mikilvægt fyrir Obama að tryggja sér ásamt Pennsylvaníu og Flórída. Hann hefur nú þegar tryggt sér tvö fyrstnefndu ríkin. John McCain hefur tryggt sér kjörmenn í Louisiana. Þá tryggði Obama sér kjörmennina í Nýju-Mexíkó.

McCain hefur nú sigrað samkvæmt spám í Arizona, Mississippi, Utah, Louisiana, Georgíu, Wyoming, Kansas, Norður-Dakóta, Texas, Arkansas,Alabama, Vestur Virginíu,Kentucky, Tenessee, Oklahoma, og Suður-Karólínu. Hann er kominn með 155 kjörmenn.

Obama hefur betur í Kalíforníu, Flórída, Iowa, Virginíu, Nýju-Mexíkó, Ohio, Minnesota, Wisconsin, Michigan, New York, Rhode Island, Pennsylvaníu, D.C, Vermont, Illinois, New Jersey, Massachusetts, Maryland, Connecticut, Maine, New Hampshire og Delaware. Hann er kominn með 323 kjörmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×