Erlent

Rússar koma fyrir eldflaugum í Evrópu

Rússum er ekki skemmt yfir áformum Bandaríkjamanna.
Rússum er ekki skemmt yfir áformum Bandaríkjamanna. MYND/Getty
Rússar ætla að koma fyrir eldflaugum í Kaliningrad í mótmælaskyni við áform Bandaríkjamanna um að koma fyrir eldflaugavarnarkerfum í Evrópu.

Dmitry Medvedev Rússlandsforseti tilkynnti þetta í dag, og sagði einnig að Rússar myndu rugla væntanlegt eldflaugarvarnarkerfi Bandaríkjamanna rafrænt.

Pólland og Litháen skilja Kaliningrad, sem liggur Eystrasaltið, landfræðilega frá Rússlandi. Fyrirhugað er að hluti af eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna verði í Póllandi og Tékklandi. Stjórnvöld í Rússlandi segja kerfið ógna öryggi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×