Erlent

Barack Obama nýtur meiri kvenhylli en McCain

Barack Obama nýtur meiri stuðnings kvenna, blökkumanna og fólks af rómönsk-amerískum uppruna, en John McCain er sterkari á meðal hvítra kjósenda, samkvæmt niðurstöðum úr útgönguspám. Þegar kemur að hvítum kjósendum er forskot Obama á McCain ekki eins mikið og Bush hafði á Kerry fyrir fjórum arum. Einkum er forskot McCains takmarkað þegar kemur að hvítum konum, eða um 5%.

Obama nýtur meiri stuðnings í Nýju Mexíkó, þar sem stór hluti kjósenda er latneskt að uppruna..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×