Erlent

Ósigurinn er minn – ekki ykkar

John McCain
John McCain

John McCain hélt ræðu fyrir stundu þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn og óskaði Barack Obama til hamingju með sigurinn. Hann talaði vel um Barack Obama, stuðningsmenn sína, fjölskyldu og ekki síst Söruh Palin varaforsetaefni sitt. Stuðningsmenn McCain voru ekki sammála frambjóðandanum og púuðu á ræðu hans.

„Við erum komin á enda langs ferðalags. Þjóðin hefur talað og það skýrt. Þess vegna óska ég Barack Obama til hamingju með að hafa verið valinn næsti forseti landsins sem við elskum báðir," sagði McCain.

Hann sagði baráttuna hafa verið erfiða og Obama ætti alla sína virðingu skilið fyrir að hafa blásið lífi í vonir margra bandaríkjamanna.

Hann sagði Obama hafa afrekað margt fyrir sig og þjóð sína og hann talaði sérstaklega um ömmu Obama sem lést í gærdag og það að hún gæti verið stol yfir að hafa tekið þátt í uppeldi á góðum pilti.

Hann sagði tímana núna vera erfiða fyrir þjóð sína og hann myndi gera allt sem hann gæti til þess að hjálpa Obama til þess að leiða hana í gegnum þær áskoranir sem þjóðin gengi í gegnum á næstu árum.

Hann sagðist þó hafa vonast eftir annarri niðurstöðu en á morgun ættu Bandaríkjamenn að setja það aftur fyrir sig og standa saman. „Við börðumst en það nægði ekki, en þetta er ósigur minn en ekki ykkar. Ég er þakklátur fyrir stuðning ykkar."

Hann sagði Repúblikanaflokkinn ekki vera á flæðiskeri staddur með Söruh Palin innanborðs. Hann endaði síðan þessa hjartnæmu ræðu sína á orðunum

„Guð blessi Bandaríkin"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×