Enski boltinn

Wenger: Við vorum timbraðir

Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger hrósaði leikmönnum sínum fyrir góðan baráttuanda í dag þegar þeir náðu aðeins jöfnu heima gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni 1-1. Hann vildi meina að leikurinn gegn Birmingham sæti enn í mönnum sínum.

"Aston Villa réði algjörlega ferðinni í fyrri hálfleik og það var greinilegt að atburðir síðustu viku sátu í mönnum því þeir virkuðu timbraðir. Menn fundu sig svo betur í þeim síðari og náðu að jafna með mikilli baráttu. Heilt yfir er ég mjög sáttur við jafntefli og það var sálfræðilega mikilvægt að tapa þessum leik ekki," sagði Wenger í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×