Íslenski boltinn

Sigurður Jónsson í 10 bestu í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Myndasafn KSÍ
Mynd/Myndasafn KSÍ

Sigurður Jónsson verður til umfjöllunar í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Í þáttunum er fjallað um tíu bestu knattspyrnumenn Íslands.

Þátturinn hefst klukkan 21:00 í kvöld á Stöð 2 Sport 2.

Sigurður Jónsson

Varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1984, átján ára gamall, og gekk í kjölfarið til liðs við Sheffield Wednesday. Þar lék hann í fjögur ár og var svo keyptur til Englandsmeistara Arsenal þar sem hann var í tvö ár.

Árið 1991 varð Arsenal svo meistari en Sigurður kom lítið við sögu það tímabilið hjá félaginu. Kom þá aftur til Íslands og varð fjórfaldur Íslandsmeistari með ÍA, frá 1992 til 1995. Hóf atvinnumannaferilinn á nýjan leik með Örebro í Svíþjóð þar sem hann lék í tvö ár við mjög góðan orðstír.

Þaðan fór hann til Dundee United og kláraði svo ferilinn með ÍA árið 2000. Hann varð einnig yngsti landsliðsmaður Íslands árið 1983 er hann kom inn á í leik gegn Möltu, sextán ára gamall.

Landsleikir: 65/3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×