Enski boltinn

Sheringham ætlar að hætta í sumar

Sheringham lék með West Ham um tíma
Sheringham lék með West Ham um tíma Nordic Photos / Getty Images

Gamla kempan Teddy Sheringham hefur tilkynnt að hann ætli að hætta að leika knattspyrnu þegar tímabilinu lýkur í sumar eftir 26 ára knattspyrnuferil. Hann leikur með Colchelster í Championship deildinni ensku og verður 42 ára gamall í næsta mánuði.

Sheringham hefur spilað með fjölda liða á Englendi þar á meðal tvisvar fyrir Tottenham Hotspur. Hápunkturinn á ferli Sheringham verður þó líklega að teljast þegar hann átti þátt í sigri Manchester United í Meistaradeildinni árið 1999, en það var árið sem United vann þrennuna frægu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×