Erlent

Skjálftinn í gær sá snarpasti í Danmörku síðan 1904

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Snarpasti jarðskjálfti sem riðið hefur yfir Skandinavíu í 104 ár skaut mörgum alvarlega skelk í bringu í gærmorgun. Berlingske Tidende greinir frá því að mörg hundruð þúsund manns hafi vaknað við vondan draum svo ekki sé meira sagt og alls ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið.

Jarðskjálftafræðingar í Danmörku segja að fara þurfi allt aftur til ársins 1904 til að finna dæmi um jafnsnarpan skjálfta á þessu svæði en hræringarnar slógu upp í 4,9 stig á Richter. Danir ættu þó að vera vanir því að finna kipp annað slagið því frá árinu 1968 hafa 193 jarðskjálftar mælst þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×