Íslenski boltinn

Gunnleifur: Stig sem hjálpar ekkert

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.

Grindavík og HK gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, hefði viljað fá öll stigin úr leiknum.

"Nei, ég er ekki sáttur við stigið en mér fannst við spila ágætis bolta miðað við aðstæður og annað. Fengum tvö dauðafæri í fyrri hálfleik sem Daninn kláraði ekki fyrir okkur," sagði Gunnleifur en hann mátti oft hafa sig allan við í vindinumí Grindavík.

„Það er ekkert grín að eiga við þetta og svo eru spyrnumenn eins og Scotty að gera manni lífið leitt. Markið hjá Andra var rosalegt og ég hefði sennilega rotast hefði ég lent fyrir boltanum. Svona eru aðstæðurnar á Íslandi og lítið við þessu að gera. Við áttum að gera betur í föstum leikatriðum eins og þeir og þetta stig hjálpar okkur ekki neitt. Við þurftum þrjú stig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×