Enski boltinn

Clement frá út tímabilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neil Clement í leik með West Brom á síðustu leiktíð.
Neil Clement í leik með West Brom á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Neil Clement, varnarmaður West Brom, verður frá út tímabilið en hann gekkst undir aðgerð á hné í september síðastliðnum.

Búist hafði verið við því að Clement gæti spilað með West Brom á síðari hluta tímabilsins en nú er ljóst að það verður að bíða til næsta tímabils.

„Endurhæfingin gengur vel en við eigum ekki von á því að hann spili meira með okkur á tímabilinu. Ef allt gengur að óskum ætti hann að geta tekið þátt í undirbúningstímabilinu af fullum krafti."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×