Það var ekki leiðum að líkjast þegar ungstirnið, 17 ára Emma Roberts, mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Wild Child í Dublin, hve lík hún er frænku sinni, leikkonunni Juliu Roberts.
„Það er jákvætt að vera líkt við Juliu frænku því hún er frábær leikkona en stundum getur verið þreytandi að vera spurð út í skyldleika okkar aftur og aftur," segir Emma.

Emma Roberts er dóttir leikarans Eric Roberts, bróðir Juliu en hann á Emmu með fyrrverandi kærustu, leikkonunni Kelly Cunningham.