Enski boltinn

Ferguson næstelsti stjórinn í úrslitum Meistaradeildar

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson verður næstelsti knattspyrnustjórinn til að stýra liði sínu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar hans menn í Manchester United stíga inn á völlinn í Moskvu og mæta Chelsea.

Það er Ramon Goethals, fyrrum þjálfari Marseille, sem er elsti þjálfari sem stýrt hefur liði í úrslitaleik Evrópukeppninnar. Hann stýrði liði sínu til 1-0 sigurs á AC Milan í úrslitaleik árið 1993. Hann var þá tæplega 72 ára gamall.

Sir Alex er enn í fantaformi þó hann verði farinn að nálgast eftirlaunaaldurinn í úrslitaleiknum - þá 66 ára og 142 daga gamall..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×