Enski boltinn

Upson segir óvissu ríkja hjá West Ham

Matthew Upson
Matthew Upson NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Matthew Upson hjá West Ham hefur látið í veðri vaka að hann gæti farið frá félaginu í janúar. Hann segir nokkra óvissu ríkja í herbúðum liðsins.

"Það er orðrómur í gangi um að allir leikmenn liðsins séu til sölu og eigendurnir hafa ekki stigið fram og útskýrt stöðu mála," sagði Upson í samtali við Daily Star.

"Við verðum bara að bíða og sjá hvort eitthvað gerist, en ég er ánægður hjá West Ham eins og staðan er í dag. Mér hefur gengið ágætlega í vetur," sagði Upson.

Hinn 29 ára gamli Upson hefur m.a. verið orðaður við Tottenham, Newcastle og Manchester City, en hann hefur fest sig í sessi sem einn traustasti miðvörður úrvalsdeildarinnar síðan hann kom til West Ham frá Birmingham árið 2007.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×