Innlent

Handtekinn eftir innbrot í bíla

Lögreglan á Akureyri handtók í nótt sautján ára pilt, eftir að hann hafði farið inn í nokkra ólæsta bíla í leit að verðmætum.

Þar af voru tveir bílar í eigu sama mannsins. Pilturinn, sem var ölvaður, hafði lítið sem ekkert upp úr krafsinu, en hann olli ekki skemmdum á bílunum. Lögregla minnir bíleigendur á, af þessu tilefni, að læsa bílum sínum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×