Innlent

Framkvæmdir við tónlistarhúsið líklega að stöðvast

Allt útlit er fyrir að framkvæmdir við tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn stöðvist í næstu viku eftir að Portus gafst upp á verkefninu í dag og sagði öllum starfsfólki sínu upp. Félagið hefur verið í viðræðum við ríki og borg um yfirtöku verkefnisins sem kallar á útgjöld upp á níu til tíu milljarða króna.

Eignarhaldsfélagið Portus hefur í raun gefist upp á verkefninu, en félagið er nú í eigu Landsbankans og hefur þegar lagt um sjö milljarða í bygginguna. Í dag sagði Portus öllum starfsmönnum sínum, fimmtán af tölu upp störfum.

Portus gerði samning við Austurhöfn um að ríkið greiddi 800 milljónir króna til Tónlistarhússins á ári í 35 ár eftir að húsið er risið, til að standa undir rekstri þess og starfsemi, en eftir það átti portus að eignast húsið. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portus, segir að kostnaður við byggingu hússins sé um 400 til 700 milljónir á mánuði, en Íslenskir aðalverktakar eru helstu verktakar við bygginguna. Að sögn Helga á Portus ekki fyrir greiðslum til ÍAV nú um mánaðarmótin sem setur störf þeirra sem vinna við bygginguna í mikla óvissu.

Viðræður við Austurhöfn hafa í raun gengið út á það að ríki og borg taki verkefnið algerlega yfir og Portus hverfi frá málinu, annars lognist verefnið út af.Nú vinna um 200 manns við byggingu hússins hér heima en að auki eru um 300 manns að vinna að því í útlöndum, meðal annars við smíði glerjúps Ólafs Elíassonars utan um húsið í Kína.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×