Innlent

Íslendingarnir enn fastir í Bangkok

Sigurður Yngvason bóndi er fastur í Bangkok, ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra.
Sigurður Yngvason bóndi er fastur í Bangkok, ásamt eiginkonu sinni og börnum þeirra.

Íslendingarnir sem lentu í hrakningum í Taílandi vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins sitja enn fastir þar. Holberg Masson, einn Íslendinganna, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í morgun að það yrði ekki flogið í dag en hugsanlega á morgun.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun var tveimur stærstu flugvöllunum í Taílandi lokað í gær vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins. Sex Íslendingar lentu í hrakningum þegar mótmælendur stöðvuðu umferð um alþjóðaflugvöllinn í höfuðborginni Bangkok. Íslendingarnir höfðu beðið á flugvellinum í sólarhring þegar þeir voru loks fluttir ásamt þúsundum annarra ferðamanna á hótel í gærkvöldi. Þeir bíða enn á hótelinu.

Auk Holbergs voru hjón úr Kelduhverfi, Sigurður Yngvason bóndi, eiginkona hans Nuan Sankla, og þrjú börn þeirra, tveggja, sjö og tólf ára, á leið heim til Íslands eftir mánaðardvöl hjá ættingjum í Taílandi þegar mótmælendur lokuðu flugvellinum. Þau eru ennþá föst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×