Lífið

Logi býst við skrautlegri nótt

Logi Bergmann Eiðsson og félagar hans hafa lokið við að spila holur á fjórum golfvöllum síðan hringferð þeirra um landið hófst með formlegum hætti í þættinum Ísland í dag í kvöld.

Hópurinn er búinn að klára Borgarnes og Akranes en þaðan sigldi hópurinn yfir Faxaflóann og út á Seltjarnarnes þar sem ein hola var tekin.

Þegar Vísir náði tali af Loga í kvöld sat hann aftan á vespu Gunnars Hanssonar leikara sem skutlaði Loga út á flugvöll. Þaðan á að fljúga norður á Þingeyri í vél Þorvalds Lúðvíks hjá Saga Capital.

..Við erum reyndar orðin soldið á eftir áætlun," segir Logi sem býst við skrautlegri nótt. ,,Maður reynir kannski að taka kríu inn á milli en þetta verður örugglega eitthvað mjög skrautlegt eftir því sem líður á nóttina."

Takmark hans er að spila eina holu á 18 golfvöllum umhverfis landið á sólarhring, til styrktar MND-félaginu.

Þeir sem vilja styrkja félagið geta hringt í síma 908 1001 til að gefa þúsund krónur, 908 1003 til að gefa þrjú þúsund og 908 1005 fyrir fimm þúsund krónur. Hægt er að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 fyrir önnur framlög eða nánari upplýsingar um söfnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.