Fótbolti

McClaren orðaður við Twente

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve McClaren.
Steve McClaren. Nordic Photos / Getty Images

Steve McClaren er í dag sterklega orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente.

McClaren var síðast landsliðsþjálfari Englands en var rekinn úr því starfi nú í haust eftir að Englendingum mistókst að tryggja sér sæti á EM í sumar.

McClaren hefur áður sagt að hann sé nú reiðubúinn að taka að sér nýtt starf og sagði nýverið að hann hefði fengið mikið af starfstilboðum.

Eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í dag mun Joop Munsterman, stjórnarfomaður Twente, hafa hitt McClaren að máli og útlit fyrir að ráðningin verði staðfest fyrr frekar en síðar.

Bjarni Þór Viðarsson er á mála hjá Twente og bróðir hans, Arnar Þór Viðarsson, gekk nýverið til liðs við Cercle Brugge í Belgíu frá Twente.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×