Fótbolti

Skotar töpuðu í Makedóníu

Skotar byrja ekki vel í undankeppni HM
Skotar byrja ekki vel í undankeppni HM NordicPhotos/GettyImages

Nokkuð óvænt úrslit urðu í fyrsta leik 9. riðilsins í undankeppni HM í dag þegar Skotar töpuðu 1-0 fyrir Makedónum á útivelli í riðli okkar Íslendinga. Það var Ilco Naumoski sem skoraði sigurmark Makedóna í fyrri hálfleik, en skoska liðið þótti langt í frá sannfærandi í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur skoska landsliðsins undir stjórn George Burley, en lærisveinar hans áttu mjög erfitt uppdráttar í um 30 stiga hitanum í Skopje.

Skoska liðið hresstist nokkuð í síðari hálfleiknum, en náðu ekki að jafna leikinn og máttu í raun þakka markverði sínum Craig Gordon fyrir að ekki fór verr.

Næsti leikur Skota er við Íslendinga á Laugardalsvelli á miðvikudaginn kemur og hætt er við því að skoska liðið mæti þar tvíeflt til leiks eftir skellinn í Skopje.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×