Fótbolti

Bjarni Ólafur klár fyrir Skotana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Ólafur í leik með Val.
Bjarni Ólafur í leik með Val. Mynd/Anton

Bjarni Ólafur Eiríksson átti í nokkrum erfiðleikum með að klára leikinn gegn Norðmönnum um helgina en verður þó klár í slaginn gegn Skotum á miðvikudagskvöldið.

„Ég fékk nokkuð þungt högg á lærið í leik með Val gegn Breiðabliki og það var byrjað að leka niður í hnéð. Ég upplifði nokkur óþægindi í leiknum úti en náði þó að hlaupa það af mér," sagði Bjarni Ólafur í samtali við Vísi í dag.

„Ég hef fengið nuddmeðferð og get æft venjulega nú," bætti hann við. Bjarni Ólafur lék í stöðu vinstri bakvarðar gegn Norðmönnum en hann gerði það einnig í vináttuleiknum gegn Aserum í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×