Fótbolti

Rússar með óreyndasta liðið á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússinn Yuri Zhirkov (til hægri) í baráttu við leikmann Kasakstans í æfingaleik liðanna á dögunum.
Rússinn Yuri Zhirkov (til hægri) í baráttu við leikmann Kasakstans í æfingaleik liðanna á dögunum. Nordic Photos / AFP

Leikmenn Rússlands eiga fæsta landsleiki að baki af öllum liðunum sem taka þátt í EM í sumar. Svíar eru með langreynslumesta liðið.

Leikmenn í EM-hópi Rússlands eiga samtals 441 landsleik að baki en leikmenn Svía hafa samtals leikið 1045 landsleiki.

Leikmenn Þýskalands hafa þó skorað flest mörk á sínum landsliðsferlum eða 170 talsins. Austurríkismenn hafa skorað fæst mörk eða 44.

Spánverjar er eina liðið sem er með meira en tvo nýliða í 23 manna EM-hópi sínum. Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánar, valdi fimm leikmenn í sinn hóp sem hafa aldreið spilað A-landsleik fyrir hönd þjóðar sinnar.

Reynslumestu leikmannahóparnir á EM:

1. Svíþjóð - samtals 1045 leikir

2. Grikkland 853

3. Ítalía 824

3. Frakkland 824

5. Þýskaland 813

6. Holland 717

7. Króatía 711

8. Tékkland 700

9. Portúgal 691

10. Sviss 684

11. Pólland 624

12. Rúmenía 621

13. Tyrkland 574

14. Spánn 502

15. Austurríki 458

16. Rússland 441




Fleiri fréttir

Sjá meira


×