Enski boltinn

Benitez: Blaðamaðurinn laug

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez segir að það sé ekki rétt sem komi fram í News of the World í dag, að hann kenni eigendum liðsins um slæmt gengi að undanförnu.

Eins og kom fram í Vísi í morgun segir í grein í blaðinu að Benitez gæti verið með fullkomna afsökun fyrir slöku gengi ef hann vildi.

„Svona vinnubrögð koma ekki á óvart. Allir í Liverpool vita að það er ekki hægt að treysta tveimur dagblöðum - þetta er annað þeirra. Blaðamaðurinn skrifar greinina eins og um einkaviðtal væri að ræða en það er ekki rétt. Ég var að ræða við spænska blaðamenn og hann sneri úr öllu sem ég sagði. Þannig að hann er að ljúga," sagði Benitez rétt fyrir leik Liverpool gegn Chelsea í dag.


Tengdar fréttir

Benitez sendir eigendunum tóninn

Rafael Benitez segir í samtali við News of the World í dag að eigendur Liverpool hafi komið á óstöðugleika hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×