Enski boltinn

Benitez sendir eigendunum tóninn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez segir í samtali við News of the World í dag að eigendur Liverpool hafi komið á óstöðugleika hjá félaginu.

Tom Hicks greindi frá því fyrir skömmu að þeir hefðu rætt við Jürgen Klinsmann um að taka hugsanlega við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Benitez segir að það hafi haft sín áhrif á liðið. „Það er ljóst að fyrir nokkru síðan vorum við í góðri stöðu og hefðum getað unnið marga leiki í viðbót. En við gerðum hins vegar mörg jafntefli. Allt það sem gerðist gerði það að verkum að munurinn er sá sem hann er í dag."

„Ef ég vildi gæti ég notað mjög góða afsökun fyrir genginu," sagði Benitez. Greinilegt er að hann gætti orða sinna vel enda hefur áður slegið í brýnu á milli hans og eigendanna bandarísku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×