Enski boltinn

Stoor á leið til Fulham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fredrik Stoor.
Fredrik Stoor.

Fulham er að ganga frá kaupum á sænska landsliðsmanninum Fredrik Stoor frá Rosenborg í Noregi. Þessi 24 ára varnarmaður lék með Svíum á Evrópumótinu í sumar.

Stoor er hægri bakvörður en talið er að kaupverðið nemi 2 milljónum punda. Hann mun keppa með Rosenborg í Intertoto-keppninni á sunnudag og fljúga síðan til Englands á mánudag til að ganga frá málum.

Stoor hóf feril sinn hjá Hammarby áður en hann hélt til Noregs 2006. Hann á átta landsleiki að baki fyrir Svía.

Hann verður áttundi leikmaðurinn sem Roy Hodgson fær til sín í sumar en áður höfðu Mark Schwarzer, Andranik Teymourian, Zoltan Gera, David Stockdale, Toni Kallio, Bobby Zamora og John Pantsil gengið til liðs við Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×