Innlent

Grímsnesið til hafnar eftir hrakfarir

Hrakfallasiglingu dragnótabátsins Grímsness GK, með sjö manna áhöfn, sem upphaflega strandaði á Skarðsfjöru á miðvikudagsmorgun, lauk loks á miðnætti, þegar síldveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson kom með hann í togi til Njarðvíkur, þar sem Grímsnesið verður tekið í slipp.

Eftir að báturinn losnaði af strandstað var förinni heitið til Vestmannaeyja og um tíma tók varðskip hann í tog vegna bilunar. Skipverjum tókst að gera við og tóku þá stefnuna á Þorlákshöfn en á þeirri leið varð aftur bilun og var varðskipið aftur á leið til aðstoðar þegar aftur tókst að gera við og báturinn kom til Þorlákshafnar rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun.

Þaðan hélt hann fljótlega aftur en síðdegis bilaði enn, þegar báturinn var staddur út af Sandvík á Reykjanesi og tók að reka að landi. Björgunarsveitir voru kallaðar í fjöruna og bjrögunarskip tók bátinn í tog þar til Ásgrímur Halldórsson tók við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×