Erlent

Sprengjutilræði við aðstoðarráðherra í Írak

MYND/AP

Einn af aðstoðarolíumálaráðherrum Íraks særðist lítillega í morgun í sprengjutilræði við bílalest sem hann var í.

Reuters hefur eftir heimildarmönnum að ráðherrann hafi verið á leið frá heimili sínu þegar sprengja sprakk nærri bíl hans í vesturhluta Bagdad-borgar. Einn af lífvörðum hans mun hafa særst alvarlega í árásinni. Ekki liggur fyrir hverjir stóðu á bak við tilræðið en mjög hefur dregið úr árásum sem þessum í Írak á síðustu mánuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×