Fótbolti

McCulloch neitar að spila undir stjórn Burley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee McCulloch, leikmaður Rangers.
Lee McCulloch, leikmaður Rangers. Nordic Photos / Getty Images

Lee McCulloch, leikmaður Rangers í Skotlandi, ætlar ekki að gefa kost á sér í skoska landsliðið á meðan það verður undir stjórn George Burley.

McCulloch var ekki valinn í hópinn sem mætti Norður-Írum í síðasta mánuði né heldur Makedóníu um helgina. Hann var þó í hópnum í fyrstu tveimur leikjum Skota undir stjórn Burley í vor. Auk þess var hann reglulega í skoska landsliðinu er það lék undir stjórn Walter Smith og Alex McLeish.

Skoskir fjölmiðlar telja það víst að fleiri muni fara eftir fordæmi McCulloch og að þeir hafi margir hverjir nú þegar misst trúna á Burley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×