Fótbolti

Átta stuðningsmenn Líberíu tróðust undir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frá leik í Líberíu.
Frá leik í Líberíu.

Að minnsta kosti átta stuðningsmenn landsliðs Líberíu létust í gær þegar þeir tróðust undir í leik gegn Gambíu. Um var að ræða fyrsta leik Líberíu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2010.

Margir falsaðir aðgöngumiðar voru í umferð og alltof margir áhorfendur á Samuel K Doe vellinum sem tekur 33 þúsund manns.

Heimildarmaður BBC segir að líberískir lögreglumenn hafi tekið miða af áhorfendum sem voru komnir inná völlinn, stokkið yfir grindverkið og selt síðan sömu miða til annars fólks fyrir lítið sem ekkert.

Leikurinn endaði með jafntefli 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×