Enski boltinn

Everton spilar áfram án framherja

Tim Cahill var hetja Everton um síðustu helgi þegar hann brá sér í gervi framherja
Tim Cahill var hetja Everton um síðustu helgi þegar hann brá sér í gervi framherja NordicPhotos/GettyImages

Everton á erfiðan leik fyrir höndum á mánudaginn þar sem liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Meiðslavandræði í herbúðum Everton gera liðinu ekki auðveldara um vik, því nú þarf liðið að spila annan deildarleikinn í röð án þess að vera með einn einasta framherja heilan.

Það kemur því aftur í hlut hins magnaða Tim Cahill að leysa framherjastöðuna en hann gerði það með eftirminnilegum hætti í 1-0 sigri á Manchester City um síðustu helgi þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla í blálokin.

Framherjarnir Yakubu og James Vaughan verða ekki meira með Everton á leiktíðinni vegna meiðsla og þeir Louis Saha og Victor Anichebe verða ekki klárir alveg strax vegna meiðsla.

Saha á fræðilegan möguleika á að ná leiknum á Goodison Park á mánudaginn, en þrálát meiðsli hans í aftanverðu læri hafa gert honum lífið leitt um langa hríð og því er ekki hægt að bóka að Everton verði með einn einasta framherja leikfæran.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×