Enski boltinn

City er í sambandi við Scolari

Forráðamenn Manchester City eru þegar búnir að setja sig í samband við Luiz Felipe Scolari og hafa boðið honum að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins í sumar. Þetta kemur fram á vef BBC í morgun.

BBC heldur því fram að Brasilíumaðurinn Scolari, sem þjálfað hefur landslið Portúgal undanfarin ár, hafi áhuga á að taka við City.

Því er jafnframt haldið fram að næsta öruggt sé að Sven-Göran Eriksson, stjóri City, verði rekinn fljótlega.

Scolari var boðið að taka við enska landsliðinu af Eriksson árið 2006, en hann hætti við á síðustu stundu. Talið er að Thaksin Shinawatra eigandi City muni brjóða Scolari allt að 3,2 milljónir punda í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×