Íslenski boltinn

Fjörið verður í Keflavík

Magnús Gylfason reiknar með markaleik í Keflavík
Magnús Gylfason reiknar með markaleik í Keflavík

16-liða úrslitunum í Visa-bikar karla í knattspyrnu lýkur með þremur hörkuleikjum í kvöld. Vísir sló á þráðinn til Magnúsar Gylfasonar sérfræðings og fékk hann til að spá í spilin.

Reykjavíkurliðin KR og Fram mætast á KR-velli, Breiðablik mætir Val á Kópavogsvelli og VISA-bikarmeistarar tveggja síðustu ára, FH árið 2007 og Keflavík árið 2006, eigast við á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.

Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 og verður leikur Breiðabliks og Vals í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Hér fyrir neðan má lesa hvað Magnús Gylfason sagði um leiki kvöldsins. 

Breiðablik - Valur 

"Blikarnir eru reyndar dálítið óstöðugir, en þeir virðast alltaf spila vel á móti stóru liðunum og ná upp góðri stemmingu. Ég held að Breiðablik vinni þennan leik 2-1 í framlengingu eftir að staðan verður 1-1 að loknum venjulegum leiktíma."

KR - Fram

"KR-ingunum hefur alltaf gengið vel með Fram þannig að ég tippa þarna á 2-0 sigur KR."

Keflavík - FH

"Þetta verður hörkuslagur og opinn leikur. Þetta verður tvímælalaust leikur kvöldsins og Keflavík hefur 3-2 sigur í líflegum leik tveggja góðra sóknarliða. Keflavík er mikið bikarlið og það gerir gæfumuninn í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×