Fótbolti

1200 Skotar á Laugardalsvellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn skoska landsliðsins.
Stuðningsmenn skoska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Nú þegar eru fjölmargir Skotar farnir að týnast hingað til lands vegna landsleik Íslands og Skotlands á morgun.

Skoska knattspyrnusambandið fékk um 1200 miða á leikinn og seldust þeir upp nánast samstundis. Stuðningsmannafélag landsliðsins fékk 1050 miða sem fóru um leið út til áhugasamra stuðningsmanna.

Það er því ljóst að það verður mikil og góð stemning á Laugardalsvellinum á morgun en Skotarnir eru nú þegar farnir að setja svip á mannlífið í miðbæ Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×