Fótbolti

Stelpurnar byrjaðar að hita upp

Óskar Ófeigur Jónsson í Frakklandi skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR.
Hólmfríður Magnúsdóttir í leik með KR. Mynd/Auðunn

Íslenska kvennalandsliðið er kominn inn á Stade Henri Desgrange völlinn og byrjaðar að hita upp fyrir leikinn mikilvæga á móti Frökkum sem hefst í La-Roche-sur-Yon eftir rúman hálftíma.

Franska liðið kom nokkuð á undan okkar stelpum inn á völlinn en upphitun íslenska liðsins hófst strax á meðan frönsku stelpurnar voru meira að dúlla sér sjálfar. Það er frábært veður á vellinum, um 20 stiga hiti og létt gola eða alveg eins og aðstæðurnar gerast bestar heim á Íslandi yfir sumartímann.

Augu okkar Íslendinga verða á Hólmfríði Magnúsdóttur í upphitunni því hún var tæp fyrir leikinn. Hólmfríður hitar upp með hinum leikmönnum liðsins og virðist vera alveg klár í þennan mikilvæga leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×