Innlent

Háskólakennarinn játar: Vill biðja konu og börn afsökunar

SB skrifar
Háskólakennarinn hefur játað hluta brotanna. Fær að lesa Fréttablaðið í gæsluvarðhaldinu.
Háskólakennarinn hefur játað hluta brotanna. Fær að lesa Fréttablaðið í gæsluvarðhaldinu.

Háskólakennarinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn alls níu börnum hefur játað hluta brotanna. Hann segist iðrast gjörða sinna og vonast til að geta beðið konu sína og dætur afsökunar.

"Hann telur sig saklausan að stórum hluta en hefur játað eitthvað af þeim brotum sem snúa að fjölskyldu sinni," hefur Oddgeir Einarsson lögmaður háskólakennarans eftir honum.

Háskólakennarinn vildi einnig koma eftirfarandi á framfæri: "Ég iðrast þess sem ég hef gert mjög mikið og vonast til þess að geta beðið konu mína og dætur afsökunar"

Í upphafi snerist rannsókn lögreglunnar að meintri misnotkun háskólakennarans á þremur börnum hans. Síðar bættust tvö uppkomin börn hans, sem hann á með fyrri konu sinni, við hóp kærenda. Samkvæmt Oddgeiri hefur lögreglan hætt rannsókn á þeim málum þar sem þau eru orðin fyrnd.

Fyrir utan hin meintu brot gegn börnum kennarans rannsakar lögreglan fjögur kynferðisbrotamál geng einstaklingum utan fjölskyldu hans. Alls hafa því níu kært kennarann ef með eru þau talin málin tvö sem eru fyrnd.

Háskólakennarinn er laus úr einangrun. Hann er enn í gæsluvarðhaldi og mun vera til 7. Júlí.

"Hann ber sig illa en fær nú að lesa Fréttablaðið," segir Oddgeir og bætir við að háskólakennarinn telji umfjöllun fjölmiðla í hans garð ekki gefa rétta mynd af málinu.

Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi. Málið þykir með alvarlegri kynferðisbrotamálum gegn börnum sem komið hafa upp hér á landi.


Tengdar fréttir

Úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald

Háskólakennarinn sem grunaður er um margítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, þar með talið sínum eigin, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13 ágúst. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði til viðbóta við þá tvo sem hann hefur þegar eytt í einangrun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×