Innlent

Úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald

Háskólakennarinn sem grunaður er um margítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, þar með talið sínum eigin, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13 ágúst. Hann mun því sitja í gæsluvarðhaldi í þrjá mánuði til viðbóta við þá tvo sem hann hefur þegar eytt í einangrun.

Brotin sem maðurinn er grunaður um að hafa framið ná yfir langt tímabil og eru talin beinast að mörgun börnum. Nokkur brotanna er talin fyrnd.

Maðurinn var þangað til nýlega kennari við Háskólann í Reykjavík en þar áður starfaði hann við grunnskóla á landsbyggðinni.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að maðurinn hyggist kæra gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×