Boltavaktin á öllum leikjum dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. júní 2008 12:50 Sjötta umferð Landsbankadeildar karla lýkur í dag með fimm leikjum sem verða allir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr öllum leikjunum fimm og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks. Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt. Leikur Keflavíkur og KR verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sporti en allir leikirnir hefjast klukkan 14.00. KR-ingar unnu góðan og sannfærandi sigur á Fram á síðustu umferð og ætla sér sjálfsagt að fylgja honum eftir í Keflavík í dag. KR er í áttunda sæti deildarinnar og ætla sér sjálfsagt ofar en það. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik í síðustu umferð og um leið sínum fyrstu stigum á mótinu. Það er því mikilvægt að ná sér aftur á strik sem fyrst enda misstu þeir um leið toppsætið til FH-inga. Fram og Grindavík eigast við á Laugardalsvellinum en bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð. Grindavík er í næstneðsta sætinu en Fram í því fjórða eftir góða byrjun á mótinu. Guðjón Þórðarson verður í leikbanni í dag er hans menn í ÍA mæta í heimsókn til HK-inga. HK vann frábæran 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð en það var fyrsti sigur liðsins á mótinu. Liðið er þó enn í botnsæti deildarinnar með þrjú stig, rétt eins og Grindavík. ÍA tapaði fyrir Fylki á heimavelli í síðustu umferð í miklum rokleik á Skipaskaga. Skagamenn eru einungis með fjögur stig og ætluðu sér vitanlega stærri hluti áður en mótið hófst en tíunda sætið. Á Vodafone-vellinum verður hörkuleikur er Valur tekur á móti Breiðablik. Blikar eru í sjötta sæti og Valsmenn í því níunda en bæði lið hafa verið langt frá sínu besta í upphafi mótsins. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir bæði lið að koma sér aftur á rétta braut. Að síðustu tekur topplið FH á móti spútnikliði Fjölnis. Þetta eru liðin í fyrsta og þriðja sæti og samkvæmt því stórleikur umferðarinnar. FH-ingar eru enn taplausir en Fjölnismenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum eftir öfluga byrjun. Ef Fjölnismenn tapa aftur í dag gæti hrapið niður stigatöfluna orðið ansi hratt og harkalegt. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Sjötta umferð Landsbankadeildar karla lýkur í dag með fimm leikjum sem verða allir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr öllum leikjunum fimm og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks. Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt. Leikur Keflavíkur og KR verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sporti en allir leikirnir hefjast klukkan 14.00. KR-ingar unnu góðan og sannfærandi sigur á Fram á síðustu umferð og ætla sér sjálfsagt að fylgja honum eftir í Keflavík í dag. KR er í áttunda sæti deildarinnar og ætla sér sjálfsagt ofar en það. Keflvíkingar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik í síðustu umferð og um leið sínum fyrstu stigum á mótinu. Það er því mikilvægt að ná sér aftur á strik sem fyrst enda misstu þeir um leið toppsætið til FH-inga. Fram og Grindavík eigast við á Laugardalsvellinum en bæði lið töpuðu sínum leikjum í síðustu umferð. Grindavík er í næstneðsta sætinu en Fram í því fjórða eftir góða byrjun á mótinu. Guðjón Þórðarson verður í leikbanni í dag er hans menn í ÍA mæta í heimsókn til HK-inga. HK vann frábæran 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals í síðustu umferð en það var fyrsti sigur liðsins á mótinu. Liðið er þó enn í botnsæti deildarinnar með þrjú stig, rétt eins og Grindavík. ÍA tapaði fyrir Fylki á heimavelli í síðustu umferð í miklum rokleik á Skipaskaga. Skagamenn eru einungis með fjögur stig og ætluðu sér vitanlega stærri hluti áður en mótið hófst en tíunda sætið. Á Vodafone-vellinum verður hörkuleikur er Valur tekur á móti Breiðablik. Blikar eru í sjötta sæti og Valsmenn í því níunda en bæði lið hafa verið langt frá sínu besta í upphafi mótsins. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir bæði lið að koma sér aftur á rétta braut. Að síðustu tekur topplið FH á móti spútnikliði Fjölnis. Þetta eru liðin í fyrsta og þriðja sæti og samkvæmt því stórleikur umferðarinnar. FH-ingar eru enn taplausir en Fjölnismenn hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum eftir öfluga byrjun. Ef Fjölnismenn tapa aftur í dag gæti hrapið niður stigatöfluna orðið ansi hratt og harkalegt.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira