Bæjarstjórum berst fjöldi fyrirspurna 17. nóvember 2008 04:00 Bæjarstjóri segir íbúa Vestmannaeyja ekki þurfa að kvíða atvinnuleysi ef ráðamenn þjóðarinnar beri gæfu til að gæta að áhrifum pólitískrar umræðu á sjárvarútvegsstefnuna. „Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborgarbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafirði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við. Spurður um atvinnuhorfur þeirra sem kjósa að flytja til Vestmannaeyja segir Elliði að góðir hlutir gerist hægt. „Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að útvega atvinnu fyrir alla einn, tveir og þrír. Hér er hins vegar nægt húsnæði og feikilega mikil þjónusta. Við höfum hér stórt sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, framhaldsskóla, tvo barnaskóla og þrjá leikskóla og gætum auðveldlega, og með mjög litlum breytingum, þjónustað um 7.000 manns, þótt hér búi einungis um 4.000 manns.“elliði vignissonÍ fyrsta sinn í átján ár mældist fjölgun á íbúum bæjarins fyrri hluta ársins. Elliði segir þar mestu ráða væntingar fólks um stórbreyttar samgöngur með ferju í Landeyjahöfn. „En fólk er líka að flytja hingað vegna þess að á næstu árum verða lífsgæðin á stöðum eins og þessum meiri en annars staðar. Hér er fólk ekki að missa vinnuna, stór hluti samfélagsins er tekjuhár og með tiltölulega trygga atvinnu. Hinn mikli samfélagslegi vilji til að lifa af sjávarútvegi og gera það besta úr auðlindinni breyttist ekkert í þensluumhverfinu. Við erum fiskveiðisamfélag og það eina sem getur breytt því eru misvitrar ákvarðanir og vanhugsuð örþrifaráð stjórnmálamanna,“ segir Elliði.Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði.Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir eðlilegt að fólk horfi til landsbyggðarinnar í leit að atvinnu og búsetu. „Hér í sveitarfélaginu munum við reyna að halda uppi því atvinnustigi sem verið hefur. Hér eru traust og öflug fyrirtæki og margt í kortunum sem gefur okkur tækifæri í framtíðinni. Hér hefur verið nóg að gera hjá iðnaðarmönnum og heldur vantað fólk en hitt. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er fram undan en við erum til í slaginn,“ segir Guðmundur. „Síðustu vikur hefur borið á því að fólk sem hefur tengingu við staðinn, á kannski foreldra hér eða frændfólk, komi hingað til að vinna, oft án fjölskyldunnar,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Hann bætir við að nú sé ólíkt auðveldara fyrir sveitarfélagið að fá alls kyns þjónustu en verið hefur. „Nú eru alls konar höfðingjar að banka upp á og bjóða þjónustu sína sem ekki vildu tala við okkur fyrir sex árum,“ segir Kristinn.Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Síðustu vikur höfum við fundið fyrir miklum áhuga fólks á búsetu í Vestmannaeyjum. Margar fyrirspurnir hafa borist, bæði til mín og atvinnurekenda,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Efnahagsástandið hefur gert það að verkum að margir höfuðborgarbúar líta til landsbyggðarinnar í von um atvinnu. Bæjarstjóri í Snæfellsbæ og sveitarstjóri í Skagafirði taka í sama streng og segja umleitanir um atvinnu hafa aukist töluvert upp á síðkastið, og von sé á að enn bætist við. Spurður um atvinnuhorfur þeirra sem kjósa að flytja til Vestmannaeyja segir Elliði að góðir hlutir gerist hægt. „Við erum kannski ekki alveg tilbúin til að útvega atvinnu fyrir alla einn, tveir og þrír. Hér er hins vegar nægt húsnæði og feikilega mikil þjónusta. Við höfum hér stórt sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, framhaldsskóla, tvo barnaskóla og þrjá leikskóla og gætum auðveldlega, og með mjög litlum breytingum, þjónustað um 7.000 manns, þótt hér búi einungis um 4.000 manns.“elliði vignissonÍ fyrsta sinn í átján ár mældist fjölgun á íbúum bæjarins fyrri hluta ársins. Elliði segir þar mestu ráða væntingar fólks um stórbreyttar samgöngur með ferju í Landeyjahöfn. „En fólk er líka að flytja hingað vegna þess að á næstu árum verða lífsgæðin á stöðum eins og þessum meiri en annars staðar. Hér er fólk ekki að missa vinnuna, stór hluti samfélagsins er tekjuhár og með tiltölulega trygga atvinnu. Hinn mikli samfélagslegi vilji til að lifa af sjávarútvegi og gera það besta úr auðlindinni breyttist ekkert í þensluumhverfinu. Við erum fiskveiðisamfélag og það eina sem getur breytt því eru misvitrar ákvarðanir og vanhugsuð örþrifaráð stjórnmálamanna,“ segir Elliði.Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði.Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri í Skagafirði, segir eðlilegt að fólk horfi til landsbyggðarinnar í leit að atvinnu og búsetu. „Hér í sveitarfélaginu munum við reyna að halda uppi því atvinnustigi sem verið hefur. Hér eru traust og öflug fyrirtæki og margt í kortunum sem gefur okkur tækifæri í framtíðinni. Hér hefur verið nóg að gera hjá iðnaðarmönnum og heldur vantað fólk en hitt. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er fram undan en við erum til í slaginn,“ segir Guðmundur. „Síðustu vikur hefur borið á því að fólk sem hefur tengingu við staðinn, á kannski foreldra hér eða frændfólk, komi hingað til að vinna, oft án fjölskyldunnar,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Hann bætir við að nú sé ólíkt auðveldara fyrir sveitarfélagið að fá alls kyns þjónustu en verið hefur. „Nú eru alls konar höfðingjar að banka upp á og bjóða þjónustu sína sem ekki vildu tala við okkur fyrir sex árum,“ segir Kristinn.Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira