Torres tryggði Liverpool sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2008 16:55 Fernando Torres fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images Liverpool vann 1-0 sigur á Manchester City í síðari viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres skoraði sigurmark Liverpool. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool sem tapaði fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni. Hinn ungi og efnilegi Emiliano Insua var í byrjunarliðinu sem og þeir Steve Finnan, Lucas, Sami Hyypia og Ryan Babel. Manchester City hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Richard Dunne var á liðinu í nýjan leik í dag á kostnað Gelson Fernandes. Leikurinn byrjaði heldur rólega en mesta athygli vakti að stuðningsmenn City sungu hástöfum til stuðnings Sven-Göran Eriksson. Það hefur ekki fengist staðfest en víst þykir að hann verði látinn fara í lok leiktíðarinnar. Ryan Babel fékk fyrsta góða færi leiksins en hann skallaði yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dirk Kuyt. Steven Gerrard átti síðan tvö lagleg skot að marki um miðan fyrri hálfleikinn en það fyrra fór fram hjá og Joe Hart varði það síðar glæsilega. Síðari hálfleikur hófst með miklum látum en Steven Gerrard átti góða sendingu inn fyrir vörn City þar sem Fernando Torres var mættur en skot hans fór rétt svo fram hjá markinu. Skömmu síðar fékk City vítaspyrnu en Elano átti gott skot í stöng úr henni. En Torres lét ekki annað gott færi sér úr greipum renna en hann kom Liverpool yfir á 58. mínútu. Mistök í vörn City urðu til þess að hann fékk boltann rétt utan vítateigs, lék á Richard Dunne, og setti boltann í fjarhornið úr þröngri stöðu. Fáeinum mínútu síðar átti Kuyt gott skot að marki sem Hart varði vel. Lucas fylgdi eftir með bakfallsspyrnu en aftur var Hart vel á verði. Liverpool var ekki hætt en á 65. mínútu átti Kuyt skalla í slá eftir sendingu Sami Hyypia. Liverpool fékk horn og úr því fékk Kuyt annað gott skallafæri en beint á Hart í markinu. Mínútu síðar var komið að Ryan Babel en hann fékk boltann á markteigslínunni þar sem hann stóð einn og óvaldaður en skot hans fór hátt yfir markið. Leikurinn fjaraði út eftir þetta en City komst reyndar nálægt því að jafna þegar að varamaðurinn Xabi Alonso var nærri búinn að setja knöttinn í eigið net. Hann slapp þó með skrekkinn. Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Liverpool vann 1-0 sigur á Manchester City í síðari viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres skoraði sigurmark Liverpool. Rafael Benitez gerði fimm breytingar á liði Liverpool sem tapaði fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í vikunni. Hinn ungi og efnilegi Emiliano Insua var í byrjunarliðinu sem og þeir Steve Finnan, Lucas, Sami Hyypia og Ryan Babel. Manchester City hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Richard Dunne var á liðinu í nýjan leik í dag á kostnað Gelson Fernandes. Leikurinn byrjaði heldur rólega en mesta athygli vakti að stuðningsmenn City sungu hástöfum til stuðnings Sven-Göran Eriksson. Það hefur ekki fengist staðfest en víst þykir að hann verði látinn fara í lok leiktíðarinnar. Ryan Babel fékk fyrsta góða færi leiksins en hann skallaði yfir markið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dirk Kuyt. Steven Gerrard átti síðan tvö lagleg skot að marki um miðan fyrri hálfleikinn en það fyrra fór fram hjá og Joe Hart varði það síðar glæsilega. Síðari hálfleikur hófst með miklum látum en Steven Gerrard átti góða sendingu inn fyrir vörn City þar sem Fernando Torres var mættur en skot hans fór rétt svo fram hjá markinu. Skömmu síðar fékk City vítaspyrnu en Elano átti gott skot í stöng úr henni. En Torres lét ekki annað gott færi sér úr greipum renna en hann kom Liverpool yfir á 58. mínútu. Mistök í vörn City urðu til þess að hann fékk boltann rétt utan vítateigs, lék á Richard Dunne, og setti boltann í fjarhornið úr þröngri stöðu. Fáeinum mínútu síðar átti Kuyt gott skot að marki sem Hart varði vel. Lucas fylgdi eftir með bakfallsspyrnu en aftur var Hart vel á verði. Liverpool var ekki hætt en á 65. mínútu átti Kuyt skalla í slá eftir sendingu Sami Hyypia. Liverpool fékk horn og úr því fékk Kuyt annað gott skallafæri en beint á Hart í markinu. Mínútu síðar var komið að Ryan Babel en hann fékk boltann á markteigslínunni þar sem hann stóð einn og óvaldaður en skot hans fór hátt yfir markið. Leikurinn fjaraði út eftir þetta en City komst reyndar nálægt því að jafna þegar að varamaðurinn Xabi Alonso var nærri búinn að setja knöttinn í eigið net. Hann slapp þó með skrekkinn.
Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira