Fótbolti

Parry hættur með velska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Parry í leik með velska landsliðinu.
Parry í leik með velska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Paul Parry, leikmaður Cardiff City, hefur sagt sitt síðasta með velska landsliðinu en aðeins tveir dagar eru í næsta leik.

Samkvæmt fréttastofu BBC mun Parry hafa verið ósáttur við að sitja á bekknum er Wales vann Aserbaídsjan á laugardaginn. John Toshack, landsliðsþjálfari, mun hafa sagt honum að hann yrði í byrjunarliðinu gegn Rússum á útivelli á miðvikudaginn.

En þrátt fyrir það ákvað Parry að draga sig úr landsliðshópnum í gærkvöldi. Hann hefur alls leikið tólf leiki fyrir landslið Wales og skorað í þeim eitt mark. Hann var nýbyrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir ársfjarveru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×