Enski boltinn

Annar Jermaine orðaður við Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Jenas í leik með Tottenham.
Jermaine Jenas í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Real Madrid er sagt vera áhugasamt um að fá Jermaine Jenas, leikmann Tottenham, til félagsins.

Fyrir stuttu var Jermaine Pennant, leikmaður Liverpool, sagður eiga í viðræðum við Real Madrid en þær munu hafa runnið út í sandinn.

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Juande Ramos, er fyrrum stjóri Tottenham og er fyrrnefnda félagið sagt í enskum fjölmiðlum þegar hafa spurst fyrir um Jenas. Hann kom til Tottenham frá Newcastle árið 2005 og er samningsbundinn liðinu til loka tímabilsins 2013. Söluvirði hans er sagt vera um fimmtán milljónir evra.

Real Madrid borgaði á dögunum um nítján milljónir evra til þess að kaupa Lassana Diarra frá Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×