Lífið

Britney dansar í gegnum erfiðleikana - myndband

Britney Spears.
Britney Spears.

„Þegar ég dansa tekst ég á við tilfinningar mínar og get þannig tjáð mig," segir Britney Spears meðal annars í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky1.

Sjá sjónvarpsviðtalið við Britney hér.

Kevin Federline, barnsfaðir hennar, fer með forræðið yfir drengjunum hennar, Sean Preston og Jayden James, en það hefur hann gert að fullu síðan í janúar á þessu ári þegar Britney virtist missa öll tök sínu lífi.


Tengdar fréttir

Britney skrifaði sjálfsmorðsbréf

Skilnaður, forræðisdeilur og glíma við geðraskanir virðast hafa haft alvarlegri áhrif a Britney Spears en almennt var talið. Samkvæmt heimildum In Touch Weekly skildi Britney eftir sjálfsvígssbréf á baðherberginu heima hjá sér tveimur dögum áður en hún var njörvuð niður á sjúkrabörur og flutt á Cedars Sinai sjúkrahúsið.

Britney missir forsjá

Britney Spears hefur misst forsjá yfir sonum hennar og Kevin Federline fyrrverandi eiginmanns hennar. Þá hefur heimsóknarrétti hennar verið frestað. Réttur í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu eftir að Britney var færð til geðrannsóknar á sjúkrahús í fyrrakvöld þegar lögregla var kvödd að heimili hennar.

Britney sótt á sjúkrabíl til geðrannsóknar

Sjúkrabíll sótti Britney Spears að heimili hennar í Beverly Hills í nótt og flutti hana á Cedars-Sinai sjúkrahúsið til geðrannsóknar. Britney var heima í annarlegu ástandi með syni sína tvo þegar lögregla hugðist sækja þá og skila þeim til föður síns. Á tímabili var fjöldi lögreglumanna, slökkvilið, tveir sjúkrabílar og lögregluþyrla á staðnum, en engan sakaði í atgangnum.

Dr. Phil hitti Britney á spítalanum

Spjallþáttasálfræðingurinn Dr. Phil McGraw, sem er áhorfendum Skjás Eins að góðu kunnur, mun á morgun taka upp heilan þátt sem mun einungis fjalla um málefni Britney Spears.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.