Erlent

Fannst látinn í á eftir bílslys

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tvítugur maður fannst látinn í á skammt frá Villestrup á Norður-Jótlandi í gær. Hafði maðurinn ekið bifreið sinni á staur á mikilli ferð skammt frá og slasast nokkuð.

Svo virðist sem maðurinn hafi lagt af stað fótgangandi frá slysstað en för hans endað með því að hann féll í ána og drukknaði. Lögregla hafði leitað mannsins í nokkrar klukkustundir eftir að vegfarandi lét vita af bílnum mannlausum og stórskemmdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×