Íslenski boltinn

Nokkur félög búin að hafa samband við Sinisa Kekic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sinisa Kekic í leik með Víkingi á síðustu leiktíð.
Sinisa Kekic í leik með Víkingi á síðustu leiktíð.

Sinisa Kekic er hættur hjá Víkingi en hyggst engu að síður halda áfram knattspyrnuiðkun. Hann sagði í samtali við Vísi að nokkur félög væru þegar búin að hafa samband við hann.

Hvorki hann né Jesper Tollefsen, þjálfari Víkings, vildu tjá sig um ástæður þess að Kekic sé hættur, er Vísir hafði samband við þá.

Knatttspyrnudeild Víkings sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem sagt var að Kekic myndi vera áfram á samningi til loka tímabilsins. Engu að síður muni félagið ekki standa í vegi fyrir því að hann semji við annað lið, svo lengi sem það leiki ekki 1. deild karla.

Félagaskiptaglugginn hér á landi er nú lokaður og opnar ekki aftur fyrr en 15. júlí. Ef Kekic semur við annað félag fær hann því ekki leikheimild fyrr en þá.

„Ég fór á fund með Víkingum í gærkvöldi þar sem mér var tilkynnt um þetta," sagði Kekic. „Ég ætla nú að gefa mér nokkra daga til að hugsa málin en ég hef þó fengið nokkur símtöl í morgun."

Hann segist þó ekki hættur knattspyrniðkun en hann verður 39 ára síðar á árinu. „Nei, ég er ekki hættur og ætla að finna mér nýtt lið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×