Fótbolti

Spánverjar taplausir í undankeppni HM síðan 1993

NordicPhotos/GettyImages

Spænska landsliðið í knattspyrnu getur jafnað ansi merkilegt met af það forðast tap gegn Bosníu í undankeppni HM á laugardaginn. Spánverjar hafa ekki tapað leik í undankeppni HM síðan árið 1993.

Spænska landsliðið er taplaust í síðustu 35 leikjum sínum í undankeppni HM eða síðan liðið tapaði 1-0 fyrir Dönum þann 31. mars árið 1993.

Það er landslið Vestur-Þjóðverja sem á metið, en það var taplaust í 36 leikjum í röð á árunum 1934-1985. Liðið tapaði 1-0 fyrir Portúgölum í október árið 1985.

Portúgalska landsliðið er í raun ekki langt frá metinu heldur, því liðið er taplaust í síðustu 30 leikjum sínum í undankeppni HM. Portúgalar hafa ekki tapað landsleik í undankeppni HM síðan arið 1996.

Þess má til gamans geta að Þjóðverjar eiga líka fjórðu lengstu rispuna án taps, en þeir töpuðu ekki í 23 leik í röð á árunum 1985 til 2001, en þá fengu þeir stóran 5-1 skell gegn Englendingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×