Enski boltinn

Jóhann Berg nálgast Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Breiðabliki. Mynd/Anton

Jóhann Berg Guðmundsson er sagður vera nálægt því að ganga til liðs við Coventry eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum.

The Coventry Telegraph segir að samkvæmt íslenskum heimildum hafi félögin náð samkomulagi um kaupverð en Ray Ranson, stjórnarformaður félagsins, sagði að viðræður væru enn í gangi.

„Viðræður eru enn í gangi en við erum nú að ræða um uppeldisbætur enda er hann aðeins átján ára gamall," sagði Ranson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×