Íslenski boltinn

Heimir: Héldum Val í skefjum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar

„Það er auðvitað alveg frábært að ná að klára þetta. Við spiluðum kannski ekkert rosalega vel en náðum með sterkum varnarleik að halda þeim í skefjum," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn Val í kvöld.

„Þeir fengu fleiri færi en við höfum Arnar Gunnlaugsson. Það var enginn vafi í mínum augum þegar við fengum þetta víti um að hann myndi klára þetta," sagði Heimir. Eina mark leiksins kom í uppbótartíma úr vítaspyrnu.

„Þetta var klárt víti. Hann setti hendina upp og boltinn fór í hana. Það má bara ekki í fótbolta," sagði Heimir en hendi var dæmd á Barry Smith.

„Þessi leikur var mikil stöðubarátta. Fyrri hálfleikur var mjög rólegur en það lifnaði kannski aðeins yfir seinni hálfleik. Ég væri náttúrulega að ljúga ef ég segði að við hefðum verið betri í þessum leik en við náðum að halda markinu hreinu og þá þarftu ekki að skora nema eitt. Arnar Gunnlaugsson kláraði þetta fyrir okkur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×